Til almannaheillasamtaka sem þurfa aðstoð við að búa til xml skrá fyrir skil á upplýsingum um styrktaraðila.
Þessar leiðbeiningar í hlekknum hér fyrir ofan koma frá skattinum og virka mjög vel nema fyrir kennitölur sem byrja á 0, þó dálkurinn sé sniðinn sem texti. Hér er viðbót fyrir ykkur sem þurfið á að halda.
Þegar búið er að gera lista með þremur dálkum í exel, midi id, kennitala og Almannaheillastyrkur eins og leiðbeiningarnar frá Skattinum sýna (sjá hlekk fyrir ofan):
Þá þarf að velja alla dálka og setja á filter (undir gögn/sía)
Fara svo í örina niður við Kennitölur og velja raða frá minnsta til stærsta.
Fyrir allar kennitölur sem byrja á 1, 2 eða 3 er hægt að nota formúluna frá Skattinum beint:
=CONCATENATE(„<Midi id“;“=“““;A2;“““>“;“<Kennitala>“;B2;“</Kennitala>“;“<Almannaheillastyrkur>“;C2;“</Almannaheillastyrkur>“;“</Midi>“)
Þannig að þegar búið er að sortera listann má setja þessa formúlu inn beint fyrir þær sem byrja á 1, 2 eða 3 eins og leiðbeiningarnar frá skattinum segja til um
En fyrir allar kennitölur sem byrja á 0 þarf að bæta inn í formúluna “0”; þannig að hún lítur svona út:
=CONCATENATE(„<Midi id“;“=“““;A2;“““>“;“<Kennitala>“;”0”;B2;“</Kennitala>“;“<Almannaheillastyrkur>“;C2;“</Almannaheillastyrkur>“;“</Midi>“)
Athugið þó að visa í rétta reiti. Hægt er að skipta listunum upp eftir kt. sem byrja á 0 og kt. sem ekki gera það og setja þær í sitt hvort blaðið í exel þannig að A2, B2 og C2 dálkarnir séu réttir í formúlunum í fyrstu línu áður en dregið er niður. Svo má skeyta listunum saman aftur.
Þá er bara hægt að halda áfram eftir leiðbeiningunum frá skattinum!!!
Góðar stundir!