Skrifstofa KRFÍ flytur um mánaðarmótin ágúst/september á milli hæða á Hallveigarstöðum og verður framvegis á 2. hæð hússins. Nokkrar truflanir á síma og tölvupósti geta fylgt flutningnum og biðjumst við velvirðingar á því. Við bjóðum hinsvegar félögum og öðrum gestum að koma við á nýrri skrifstofu KRFÍ í september og virða fyrir sér húsakynnin auk þess sem tilboðsverð verður á þeim vörum sem KRFÍ selur til fjáröflunar félagsins, þ.e. taupokar, kort, barmmerki og fl.

Aðrar fréttir