Í tilefni af 100 ári afmæli félagsins opnar KRFÍ sögusýningu í samkomusal Hallveigarstaða við Túngötu, miðvikudaginn 5. desember kl. 16:00. Dagskrá á opnunarhátíð er eftirfarandi:

  • 16:00 Ávarp formanns KRFÍ Þorbjargar I. Jónsdóttur
  • 16:10 Auður Styrkársdóttir forstöðukona Kvennasögusafns Íslands flytur erindi um sögu KRFÍ
  • 16:20 Margrét Sverrisdóttir varaformaður KRFÍ les ljóð
  • 16:30 Kvartettinn Dísurnar flytja tónlist eftir konur.

Veitingar. Allir velkomnir.

Sýningin verður opin alla daga nema mánudaga og þriðjudaga, frá kl. 14:00-18:00 fram að jólum. Lokað yfir hátíðarnar en opnar aftur 3. janúar 2008.  Þjóðhátíðarsjóður og Ríkissjónvarpið styrktu KRFÍ í uppsetningu sýningarinnar.

Aðrar fréttir