Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, meðstjórnandi í KRFÍ, hlaut riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu 1. janúar sl. fyrir félagsstörf sín í þágu almennings. Hún sat m.a.í starfsmannaráði Pósts og síma um árabil og var formaður Félags íslenskra símamanna frá 1984-1997 og gegnfi sem slíkur fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir símamenn bæði innanlands sem utan. Ragnhildur var kjörin varaformaður BSRB, fyrst kvenna, árið 1988 og gegndi því starfi til 1997 og sat í ýmsum nefndum og ráðum fyrir þau samtök. Frá árinu 1997 hefur Ragnhildur setið í stjórn KRFÍ (félagi frá árinu 1979) sem og í stjórn Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur og frá árinu 2004 hefur hún verið formaður nefndarinnar. Ragnhildur var einnig framkvæmdastjóri KRFÍ á árunum 2001-2004.
Á síðasta stjórnarfundi KRFÍ 13. janúar sl. færði stjórn KRFÍ Ragnhildi blómvönd í tilefni orðuveitingarinnar og hamingjuóskir!