„Góðglaðar í allt of stuttum pilsum“

Í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi, 25. nóvember – 10. desember, mun KRFÍ standa fyrir súpufundi á Hallveigarstöðum við Túngötu, föstudaginn 10. desember nk. þar sem umfjöllunarefnið verður kynferðisofbeldi á Íslandi og stefna stjórnvalda í þeim málaflokki rædd. Aðdraganda fundarefnisins má rekja til ummæla starfsmanns hjá lögregluembættinu í Reykjavík þess efnis, að konur gætu kallað yfir sig kynferðislegt ofbeldi með of mikilli neyslu áfengis.

Fundurinn er í hádeginu, milli kl. 12 og 13; KRFÍ býður upp á súpu og brauð. Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og Sigríður J. Hjaltested aðstoðarsaksóknari, flytja erindi. Tími verður fyrir umræður og fyrirpurnir í loka fundar. Fundarstjóri: Helga Guðrún Jónasdóttir, varaformaður KRFÍ.

„Góðglaðar í allt of stuttum pilsum“

Aðrar fréttir