Kvenréttindafélag Íslands stendur fyrir hádegisfundi miðvikudaginn 5. september nk. kl. 12:00 í samkomusal Hallveigarstaða. Á fundinum mun Maryam Namazie flytja erindi er nefnist: Women´s Rights, the Veil and Islamic Rule.
Maryam Namazie fæddist í Íran en fluttist síðar með fjölskyldu sinni til Bretlands. Hún hlaut síðar menntun sína í Bandaríkjunum þar sem hún bjó um nokkurt skeið. Hún er nú búsett á Bretlandi og hefur látið mjög að sér kveða í gegnum tíðina hvað varðar mannréttindi kvenna, Íslam, flóttamenn, Íran og. fl. Allar frekari upplýsingar um Namazie er að finna á heimasíðu hennar http://www.maryamnamazie.com
Kvenréttindafélag Íslands hvetur alla þá er hafa áhuga á alþjóðlegri baráttu kvenna og áhugafólki um Íslam til að mæta á fundinn sem er öllum opinn. Súpa verður í boði Kvenréttindfélags Íslands