Rosy Weiss, forseti alþjóðlegu baráttusamtakanna: International Alliance of Women (IAW), mun gesta Ísland í næstu viku í tengslum við ráðstefnu þá er Kvenréttindafélag Íslands stendur fyrir 8. júní nk. á Grand Hótel.

Að því tilefni mun KRFÍ halda hádegisverðarfund á Akureyri með Rosy Weiss í samvinnu við Jafnréttisstofu, Akureyrarbæ og Háskólann á Akureyri. Fundurinn verður haldinn að Borgum v/Norðurslóð og hefst kl. 12:00. Fundurinn er opinn öllum og boðið verður upp á súpu og brauð.

Á fundinum mun Rosy Weiss kynna IAW, starfsemi þess og stefnu. Einnig munu Þorbjörg Inga Jónsdóttir, formaður KRFÍ flytja erindi um alþjóðastarf KRFÍ og Margrét María Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu fjallar um stöðu jafnréttismála. Fundarstjóri verður Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar Akureyrarbæjar.

Aðrar fréttir