Súpufundur í tilefni af 103. ára afmæli KRFÍ verður haldinn í samkomusal Hallveigarstaða við Túngötu, miðvikudaginn 27. janúar nk. kl. 12.00-13.00. Umræðuefni fundarins er málefni eldri borga: Hvernig upplifa eldri konur ævikvöldið?
Erindi flytja:
* Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar
* Sigurbjörg Björgvinsdóttir, yfirmaður félagsstarfs aldraðra í Kópavogi
* Guðrún Ásmundsdóttir leikkona
Fundarstjóri: Margrét K. Sverrisdóttir, formaður KRFÍ.
Allir velkomnir – súpa og brauð í boði KRFÍ