Miðvikudaginn 10. október kl. 12:00-13:00 stendur KRFÍ fyrir súpufundi í samkomusal Hallveigarstaða við Túngötu, þar sem jafnlaunamálin verða rædd. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra, Hannes G. Sigurðsson varaframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Hlér Guðjónsson frá Háskólanum á Bifröst munu vera með stutt framsöguerindi og taka þátt í pallborðsumræðum.
Allir velkomnir. Boðið verður upp á léttan hádegisverð.