Takið daginn frá! Kynjaþing ársins 2023 fer fram þann 13. maí kl 13-17 í Veröld – Húsi Vigdísar!

Kynjaþingið er lýðræðislegur og femínískur vettvangur fyrir almenning. Dagskrá þingsins er skipulögð af félagasamtökum og hópum og hugmyndin er sú að auka samræður milli okkar sem er annt um jafnrétti í heiminum og gefa almenningi tækifæri til að kynnast því helsta sem er að gerast í femíniskri umræðu.
Öllum viðburðum Kynjaþings er streymt. Viðburðir verða kynntir síðar.
Einstaklingar og félagasamtök sem hafa áhuga á að halda viðburð á Kynjaþingi eru beðin að hafa samband við Rut Einarsdóttur, framkvæmdastýru Kvenréttindafélagsins í netfangið rut@krfi.is