Þjóðlegt eldhús hefur göngu sína á ný eftir sumarfrí. Það verður á sama tíma og á vormánuðum, þ.e. síðasta fimmtudag í hverjum mánuði og nú á fimmtudag, 30. september nk. kl. 19.00, verður þýsk matarmenning kynnt.
Allir eru velkomnir til að mæta og bragða á ljúffengum mat fyrir aðeins 800 kr. Einnig er gos og vín selt á vægu verði. Vinsamlegast skráið ykkur á sabine[hjá]womeniniceland.is
Þjóðlegt eldhús er samstarfsverkefni KRFÍ og Samtaka kvenna af erlendum uppruna. Vel tókst til fyrra hluta ársins þegar matur frá Kólumbíu, Austur-Afríku, Spáni og Póllandi var kynntur. Til stendur að halda áfram með þjóðlegu eldhúsin í vetur og verða slík kvöld einnig í október og nóvember – ávallt síðasta fimmtudag í mánuði.