Samtök kvenna af erlendum uppruna og KRFÍ standa fyrir matarkvöldum síðasta fimmtudag hvers mánaðar í samkomusal Hallveigarstaða, undir yfirskriftinni „Þjóðlegt eldhús“. Konur frá Samtökum kvenna af erlendum uppruna kynna matarmenningu landa sinna og gefst gestum kostur á að taka þátt í eldamennskunni.

Aðgangseyrir er 800 kr. og er innifalinn matur, vatn og kaffi. Einnig er hægt að kaupa gos og vín á vægu verði (ath. enginn posi).

27. janúar nk. kl. 19.00 verður matargerð Filippseyja kynnt. Skráning fer fram á netfanginu maria[hjá]womeniniceland.is.

Aðrar fréttir