Kvenréttindafélag Íslands hefur tilnefnt eftirfarandi fulltrúa í starfshópa í tengslum við heildarendurskoðun laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla:
Starfshópur I um launajafnrétti og vinnumarkað
Stefanía Sigurðardóttir, aðalmaður
Hildur Helga Gísladóttir, varamaður
Starfshópur II um kæruleiðir og viðurlög
Eva Huld Ívarsdóttir, aðalmaður
Bergljót Tul. Gunnlaugsdóttir, varamaður
Starfshópur III um stjórnsýslu jafnréttismála o.fl.
Tatjana Latinovic, aðalmaður
Kristín Ástgeirsdóttir, varamaður
Starfshópur IV um bann við mismunun á grundvelli kyns
Helga Dögg Björgvinsdóttir, aðalmaður
Ellen Jacqueline Calmon, varamaður
Kvenréttindafélag Íslands hvetur stjórnvöld til að greiða fyrir fundarsetu í starfshópum sem skipaðir verða í tengslum við heildarendurskoðun laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
Fulltrúar frjálsra félagasamtaka sem fá sæti í starfshópunum sitja þar ekki á vegum atvinnurekenda, heldur vinna allt nefndarstarf í sjálfboðastarfi, og þurfa jafnvel að taka sér frí frá launaðri vinnu til að sinna nefndarstarfinu. Sjálfsagt er að stjórnvöld greiði fyrir störf sem unnin eru fyrir þau, sem og að þau bæti upp tekjutap sem fulltrúar kunna að verða fyrir vegna nefndarsetu.
Norræna kvennahreyfingin samþykkti á Nordiskt Forum 2014 kröfur sem jafnréttisráðherrum Norðurlanda var afhent, þar sem þess er skilyrðislaust krafist að kvennasamtökum sé tryggt fjármagn og gefið tækifæri til að taka þátt í stefnumótun á sveitarstjórnarstigi, á landsvísu og á alþjóðavettvangi, samanber kröfur Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Pekingsáttmálans.