Á Kynjaþingi 2020 stendur Trans Ísland og Kvenréttindafélagið fyrir viðburði um trans fólk og femíníska samstöðu.

Á þessum viðburði verður farið yfir tengsl femínisma og réttindabaráttu trans fólks á Íslandi. Raddir víðs vegar úr baráttunni koma saman og ræða hvernig hægt sé að sporna gegn að hugmyndafræði sem er andsnúin trans fólki nái fótfestu innan femínistahreyfingarinnar á Íslandi.

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland mun stjórna umræðum og ræða við Ellen Calmon frá Kvenréttindafélaginu, Emblu Guðrúnar Ágústdóttur frá Tabú, Nichole Leigh Mosty frá Samtökum kvenna af erlendum uppruna, Sigþrúði Guðmundsdóttur frá Kvennaathvarfinu og Þorbjörgu Þorvaldsdóttir frá Samtökunum ’78.

Viðburðurinn fer fram á netinu og verður hlekkur aðgengilegur nokkrum dögum fyrir viðburðinn.

Viðburðinn fer fram á íslensku.

Aðrar fréttir