Hanna Katrín Friðriksson og Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir setjast niður í spjall með Þorgerði Einarsdóttur, og ræða um mikilvægi femínískrar samstöðu með hinsegin fólki og baráttumálum þeirra, á rafrænu Kynjaþingi fimmtudaginn 12. nóvember kl. 11:00.
Margt hefur breyst í réttindamálum hinsegin fólks á undanförnum áratugum bæði hvað varðar lagaleg réttindi og félagsleg réttindi, eins og t.d. ein hjúskaparlög, mismunalöggjafir og lög um kynrænt sjálfræði.
Á Íslandi hefur alltaf ríkt ákveðin samstaða milli þessara hópa, enda skarast málefni þessara hópa mjög og hafa alla tíð gert. Hvers vegna er þessi femíníska og hinsegin samstaða svona mikilvæg?
Hvernig getum við haldið áfram að byggja hana upp og haldið áfram að styðja við hvort annað, hlusta og tileinka okkur femínískar baráttuaðferðir sem taka mið af okkur öllum, og skilja ekki neinn hóp eftir?
Umræðan mun eiga sér stað á ensku.
#kynjaþingheima