Velkomin á rafrænt pallborð fimmtudaginn 18. mars 2021 kl. 14:00 um mikilvægi femínískrar samstöðu með hinsegin fólki og baráttumálum þeirra.

Á Íslandi hefur alltaf ríkt ákveðin samstaða milli þessara hópa, enda skarast málefni þessara hópa mjög og hafa alla tíð gert. Þessi samstaða hefur styrkt starf beggja réttindahreyfinga og skapað samfélag þar sem kvenréttindi og hinsegin réttindi eru virt og í hávegum höfð. Á alþjóðlegum vettvangi hafa raddir sem tala gegn trans réttindum orðið sífellt háværari og ógna femínískri samstöðu. Hvernig getum við styrkt femíníska og hinsegin samstöðu og skapað saman fjölbreytta alþjóðlega femíníska hreyfingu sem skilur ekki neinn hóp eftir?

Umræðan mun eiga sér stað á ensku.

Í pallborði sitja Marion Böker varaforseti International Alliance of Women (IAW) og formaður alþjóðanefndar Kvenréttindafélags Þýskalands (Deutscher Frauenring); Mridul Wadhwa framkvæmdastýra Forth Valley Rape Crisis Centre í Skotlandi; Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélags Íslands; og Ugla Stefanía formaður Trans Ísland. Alex Elliott stýrir umræðum.

Athugið, til að sækja fundinn þurfa gestir að vera skráðir á NGO CSW65 Forum. Hægt er að skrá sig á ráðstefnuna hér: https://ngocsw.org/ngocsw65/

Krækjan í sjálfan viðburðinn er: https://ngocsw65forum.us2.pathable.com/meetings/virtual/fcHRbkJSpmRGDYoKb