Á afmælisdegi Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu Þjóðanna afhenti Menningar og minningarsjóður kvenna sex styrki til ólíkra verkefna í minningu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur baráttukonu fyrir réttindum kvenna. Styrkirnir voru afhentir við hátíðlega athöfn í sal Kvennréttindafélagi Íslands að Hallveigarstöðum, Túngötu 14.

Sex styrkþegar

Í ár hlutu sex umsóknir styrk úr sjóðunum:

  • Magnea Ingvarsdóttir fyrir gagnasöfnun um íslenskar skáldkonur fyrir vefinn skald.is, 300.000 kr.
  • Magnea Marinósdóttir fyrir verkefnið Grunnnámskeið til að auka fjölmenningarfærni fólks sem vinnur með minnihlutahópum á Íslandi, 640.000 kr.
  • Sigurrós Þorgrímsdóttir fyrir ritstörf vegna bókarinnar Katrín málsvari mæðra, um ævi Katrínar Pálsdóttur, 500.000 kr.
  • Guðrún Björnsdóttir og Soffía Bæringsdóttir fyrir verkefnið Stuðningur og fræðsla til barnshafandi kvenna á flótta, 600.000 kr.
  • Edythe Mangindin fyrir verkefnið Exploring cultural sensitivity in Icelandic maternity care, 300.000 kr.
  • Ólafía Lilja Sævarsdóttir hlaut ferðastyrk að upphæð 200.000 kr. til stuðnings meistaranámi og meistaraverkefni hennar við heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviði Háskólans á Akureyri.

Um Menningar- og minningarsjóð kvenna

Menningar og minningarsjóður kvenna var stofnaður af afkomendur Bríetar Bjarnhéðsindóttur árið 1941 í minningu hennar. Sjóðurinn hefur í gegnum árin styrkt við menntun kvenna og kvennamenningu með reglulegum úthlutunum. Stjórn sjóðsins minnir á að hægt er að styrkja sjóðinn með frjálsum framlögum og minnir á að einstaklingar geta fengið skattafrádrátt vegna gjafa og framlaga til félaga sem skráð eru á almannaheillaskrá Skattsins.

Stjórn Menningar- og minningarsjóðs kvenna

Stjórn Menningar og minningarstjóðskvenna skipa Kristín Ástgeirsdóttir formaður, Kristín Jónsdóttir, Lára Aðalsteinsdóttir, Sabine Leskopf og Tatjana Latinovic formaður Kvennréttindafélags Íslands.