Viðskiptavinum Finnsku búðarinnar í Kringlunni býðst að versla í „konukrónum“, með 14% afslætti, til lok september. Eða greiða fullt verð og mismunurinn rennur til styrktar Kvenréttindafélagi Íslands!
Á Finnlandi er evra konunnar um 83 sent þótt jafnréttisbaráttan hafi staðið lengi. Launamismunur á milli kynjanna er um 17% á Finnlandi, karlmenn fá enn í dag meira greitt fyrir sömu vinnu og konur.
Til að vekja athygli á þessum launamun ákvað finnska fyrirtækið Finlayson að bjóða konum að kaupa vörurnar sínar með 17% afslætti í 10 daga. Það máttu þau ekki, svo í staðinn var öllum boðið að kaupa vörur í konuevrum!
Finnska Búðin, sem er starfrækt í Kringlunni, leggur þessu mikilvæga málefni lið, með stuðningi frá Finlayson. Á Íslandi er launamunur kynja talinn að vera 14%, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands.
Maarit Kaipainen frá Finnsku Búðinni segir um herferðina: „Okkur langar að bjóða öllum konum, og auðvitað öllum körlum líka, að versla Finlayson vörur í Finnsku Búðinni í „konukrónum“, sem sagt með 14% afslætti, til lok september. Ef þig langar að greiða fullt verð, rennur mismunurinn til Kvenréttindafélags Íslands.“
„Við viljum vekja athygli á launamismun kynjanna á Íslandi. Fyrir hverjar 100 kr. sem karlmennin fá í laun, fáum við konur einungis 86 kr.“ bætir Piia Mettälä við.