Í nýrri viðhorfskönnun Capacent kemur í ljós að rétt tæpur helmingur þjóðarinnar telur að kyn skipti máli við ráðningar í störf. Telja t.d. 57% kvenna að kyn geti haft neikvæða möguleika fyrir umsækjanda. Í könnuninni kemur einnig fram að 23,5% þjóðarinnar telur það algengt eða mjög algengt að fólki sé mismunað eða áreitt vegna kyns síns. Könnunin var unnin fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið í samstarfi við Mannréttindaskrifstofu Íslands, KRFÍ og fleiri félög með styrk frá Progress áætluninnni. Einnig var ýtt úr vör átakinu „Fylgdu hjartanu“ sem ætlað er að sporna gegn mismunun í samfélaginu. Helstu niðurstöður könnunarinnar má lesa á slóðinni:

http://www.felagsmalaraduneyti.is/media/09FrettatengtFEL09/09062009Helstu_
nidurstodur_vidhorfakonnunar_um_mismunun2.pdf

Könnunina í heild sinni má finna á slóðinni:

http://www.felagsmalaraduneyti.is/media/09FrettatengtFEL09/09062009Mismunun
_-_vidhorfskonnunin2.pdf