Enn eitt karlavígið var fellt á dögunum þegar Elín Björg Jónsdóttir var kjörin formaður BSRB, fyrst kvenna. Af því tilefni færðu fulltrúar Kvenréttindafélags Íslands Elínu Björgu viðurkenningu, 4. nóvember á skrifstofu BSRB við Grettisgötu. Það er ánægjulegt að segja frá því að einn fulltrúi Kvenréttindafélagsins, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, var fyrsta konan sem kjörin var varaforseti BSRB. Það var árið 1988 en fjórum árum fyrr hafði Ragnhildur einnig verið kosin formaður Félags íslenskra símamanna, fyrst kvenna.

Kvenréttindafélagi Íslands finnst mikilvægt að minna á að það hefur ekki alltaf þótt sjálfsagt að konur gegni ábyrgðarstöðum í samfélaginu. Hefðin hefur verið körlum hliðholl hvað þetta varðar og því mikilvægt að staldra við og veita konum viðurkenningu af því tagi sem gert var með viðurkenningunni til Elínar Bjargar.

Aðrar fréttir