Jóhanna Sigurðardóttir tók við stöðu forsætisráðherra fyrir skemmstu, fyrst íslenskra kvenna. Kvenréttindafélag Íslands hefur haft þann háttinn á undanfarin ár að veita þeim konum viðurkenningu sem veljast til forystustarfa á þeim sviðum sem áður voru talin dæmigerð „karlavígi“.

Að mati stjórnar KRFÍ hefur mikilvægum áfanga verið náð í réttindabaráttu kvenna á Íslandi með vali á Jóhönnu Sigurðardóttur til forystu fyrir ríkisstjórn Íslands og mun það skapa jákvætt fordæmi fyrir núverandi og tilvonandi stjórnmálamenn og samfélagið í heild sinni. Það var því stjórn Kvenréttindafélags Íslands sönn ánægja að afhenda Jóhönnu blómvönd í viðurkenningarskyni, fimmtudaginn 12. febrúar sl. í forsætisráðuneytinu.

Aðrar fréttir