19. júní er elsta starfandi kvenfrelsisblað á landinu og eitt elsta tímarit landsins, en það hefur komið út árlega síðan árið 1951. Í ár kemur því út 64. árgangur blaðsins.
Blaðið hefur síðustu tvö árin aðallega verið gefið út í rafrænu formi, sérstaklega hannað lesturs á sem flestum tækjum, hvort sem er pínulitlum snjallsímum, millistórum spjaldtölvum eða flennistórum tölvuskjám. Í tengslum við útgáfu blaðsins voru allir eldri árgangar tímaritsins færðir á stafrænt form, og geta áhugasamir lesið það og halað niður á heimasíðu félagsins, hér.
Í tilefni afmælisársins 2015, þegar við fögnum því að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt, stendur til að 19. júní verði gefið út í sérstakri hátíðarútgáfu, prentaðri og jafnvel innbundinni, ásamt því að vera gefið út rafrænt.
Vilt þú sitja í ritnefnd 19. júní í ár? Hafðu samband við okkur, postur @ kvenrettindafelag.is.
Ritstjóri blaðsins er formaður Kvenréttindafélagsins, Steinunn Stefánsdóttir, blaðamaður og fyrrum aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins.