Viltu styðja við betri löggjöf um þungunarrof?

Núverandi lög um fóstureyðingar eru frá 1975 og eru gjörsamlega úrelt. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp þar sem tillit hefur verið tekið til ábendinga femínista og sérfræðinga og búið að semja frumvarp sem Kvenréttindafélag Íslands tekur fyllilega undir.

Við viljum gefa fólki tækifæri á að sýna stuðning við frumvarpið í verki með því að skrifa undir umsögn Kvenréttindafélagsins. Þannig getum við sent stjórnvöldum skýr skilaboð um að við stöndum saman að því að vilja ný og betri lög um sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama.

Það tekur stutta stund að fylla út nauðsynlegar upplýsingar til að vera með. Aðeins nafnið verður sýnilegt en við biðjum um kennitölur til að tryggja að ekki sé skrifað undir fyrir aðra manneskju.

Endilega deilið til þeirra sem hafa áhuga á að skrifa undir.

Aðrar fréttir