Fréttabréf IAW – júní 2015

International_Alliance_of_Women_IAW_logoKvenréttindafélag Íslands hefur verið aðildafélag að IAW, eða International Alliance of Women, frá stofnun okkar 1907.

IAW gefur út fréttabréf sex sinnum á ári. Í nýjasta fréttabréfinu greinir frá því að fundi IAW í Kúvaít sem til stóð að halda í nóvember hefur verið aflýst af öryggisástæðum. The Union of Kuwaiti Women hélt utan um fundinn og greindi stjórn IAW frá því að ástandið á í landinu og nágrannalöndum væri slíkt að ekki væri hægt að tryggja öryggi IAW kvenna. Nú er leitað að nýjum fundarstað, lesið meira í fréttabréfinu.

Rural Women’s Network of Nepal (RUWON), eitt af aðildafélögum IAW, hefur kallað á hjálp systursamtaka sinna til að veita aðstoð til fórnarlamba jarðskjálftans sem skók Nepal í lok apríl síðastliðnum. Nánari upplýsingar um hvernig hægt er að veita hjálp er að finna í fréttabréfinu.

Lesið einnig innlegg frá öllum heimshornum í fréttabréfi IAW, þá sérstaklega frá Danmörku sem einnig fagnar 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna í ár.

Lesið fréttabréf IAW fyrir júní 2015 hér.