Menningar- og minningarsjóður kvenna var stofnaður í minningu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Bríet fæddist 27. september 1856 á Haukagili í Vatnsdal og lést 16. mars 1940. Sjóðurinn hefur í 79 ár styrkt tugi kvenna til náms og starfa.

Í ár lagði sjóðurinn megináherslu á námsstyrki og voru konur á öllum skólastigum hvattar til að sækja um í sjóðinn. Átta konur fengu styrk að þessu sinni, sem var afhentur 27. september síðastliðinn, á afmælisdegi Bríetar.

Styrki hlutu Áslaug Inga Kristinsdóttir, Deisi Trindade Maricato, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, Júlía Guðmundsdóttir, Martina Williams, Natalie Scholtz, Theodora Pavlopoulou og Þórunn Benný Birgisdóttir.

Menningar- og minningarsjóður kvenna var stofnaður 27. september 1941 í minningu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Sjóðurinn var dánargjöf barna Bríetar í minningu móður sinnar til Kvenréttindafélags Íslands en hugmyndina að stofnun sjóðsins átt Bríet sjálf. Hlutverk sjóðsins er fyrst og fremst að styrkja konur til náms, hér á landi sem erlendis með náms- og ferðastyrkjum. Einnig að veita konum styrk til ritstarfa eða verðlauna ritgerðir, einkum um þjóðfélagsmál er varða áhugamál kvenna eins og segir í lögum sjóðsins. Styrkjum úr sjóðnum er úthlutað einu sinni á ári.