Kvenréttindafélag Íslands hefur verið aðildafélag að IAW (International Alliance of Women) frá stofnun okkar 1907.
Í öðru fréttabréfi ársins er sagt frá fundi Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem átti sér stað í New York í marsmánuði. IAW hélt viðburð á þinginu og hitti nýja aðalritara Sameinuðu þjóðanna. IAW lýsir yfir þungum áhyggjum að aðgengi félagasamtaka að Sameinuðu þjóðanna fari minnkandi.