Jón Sigurðsson (1811–1879) barðist fyrir fullveldi íslensku þjóðarinnar.
„Það er og verður ómögulegt að stjórna Íslandi frá Kaupmannahöfn, á sama hátt og hingað til, nema svo sé að skjóta eigi loku fyrir alla framför landsins,“ skrifaði hann í „Hugvekju til Íslendinga“ árið 1848, grein sem talin er marka upphaf sjálfstæðisbaráttu Íslendinga.