Guðrún Pétursdóttir (1878–1963) barðist fyrir kvenréttindum og fullveldi íslensku þjóðarinnar.
Hún var virk í Landvarnarflokknum og saumaði Hvítbláin, íslenska fánann sem aldrei varð, sem blakti við hún þegar Danakonungur heimsótti Þingvelli 1907. Neitaði hún að taka hann niður.
Lesa meira:
- „Brostnir hlekkir“ í 19. júní, 1964. Sigríður J. Magnússon.
- „Konur af Engeyjarætt: Guðrún Pétursdóttir“ í Úr ævi og starfi íslenskra kvenna, 3. bindi. Björg Einarsdóttir. Bókrún, 1986.