Fundarboð

Aðalfundur Kvenréttindafélags Íslands

verður haldinn mánudaginn 30. apríl 2012 kl. 17:00 í samkomusal Hallveigarstaða, Túngötu 14 í Reykjavík.

Dagskrá fundar:

Skýrsla stjórnar og reikningar
Skýrslur fulltrúa KRFÍ í nefndum og stjórnum
Kosning stjórnar
Önnur mál

Kaffiveitingar

Allir skuldlausir félagar hafa atkvæðisrétt á fundinum. Verið velkomin!

Ath. Félögum sem hafa áhuga á að taka þátt í starfinu með því að sitja í stjórn félagsins, gefst kostur á að skila inn framboði sínu til skrifstofu KRFÍ fyrir 29. apríl nk., í tölvupóst krfi [@] krfi.is.

Aðrar fréttir