Þátttaka í Femme EMPOWER verkefninu – umsóknarfrestur til 20. ágúst
Kvenréttindafélagið leitar eftir þátttakendum í Femme EMPOWER verkefnið!

Verkefnið hefst með námskeiði í haust. Áhugasöm geta sótt um þátttöku með því að senda t-póst á Magneu Marinósdóttur, netfang: magneamarinos@gmail.com.

Hún mun senda allar nánari upplýsingar á ensku og umsóknareyðublað. Konur og kvárar af erlendum uppruna með dvalarleyfi eða íslenskan ríkisborgararétt eru sérstaklega hvött til að sækja um.

Aðrar fréttir