Kvenréttindafélag Íslands, Stjórnmálafræðideild HÍ og Samtökin ‘78 standa fyrir viðburðinum „Horft út fyrir kynjatvíhyggjuna: hver er staða trans fólks og kvára á Íslandi?“. 

Viðburðurinn fer fram föstudaginn 21. október í Odda 202, Háskóla Íslands, kl 11:40 – 13:10.

Þar munu Birta Ósk og Birta B. Kjerúlf kynna niðurstöður verkefna sem þau unnu í sumar með styrk frá Nýsköpunarsjóði Námsmanna. 

Rannsókn Birtu Óskar „Að vera kvár á Íslandi: Hvað felst í kynjajafnrétti fyrir kvár?“ sem hún vann í samstarfi við Kvenréttindafélag Íslands gefur góða mynd á hver félagsleg staða kvára er á Íslandi í dag. Kvár falla innan regnhlífarhugtaksins trans og eru fullorðnir kynsegin einstaklingar sem falla á einn eða annan hátt fyrir utan kynjatvíhyggjuna kona-karl. Tillögur þessar eru dregnar úr niðurstöðum fyrrnefndar rannsóknar um kerfislægar hindranir sem kvár eru að verða fyrir í dag. Brýnt er að stjórnvöld útrými þessum hindrunum til þess að styðja betur við þarfir kvára í samfélaginu. Hægt er að lesa skýrsluna hér: https://kvenrettindafelag.is/ny-skyrsla-kvenrettindafelagsins-ad-vera-kvar-a-islandi-hvad-felst-i-kynjajafnretti-fyrir-kvar/ 

Rannsókn Birtu B. Kjerúlf, sem hún vann í samstarfi við Stjórnmáladeild HÍ og Samtökin ‘78 hafði það að markmiði að svara eftirfarandi spurningu: Hver er staða og réttindi trans fólks gagnvart stjórnkerfinu á Íslandi? Enn fremur var markmið rannsóknarinnar að kanna hvort nýta mætti aðferðir kynjasamþættingar (e. gender mainstreaming) til að koma málefnum trans fólks í forgrunn hjá stjórnvöldum. Leitast var við því að svara rannsóknarspurningunni með því að taka viðtöl við einstaklinga úr hópi trans fólks á Íslandi og spyrja þau út í upplifun þeirra á kerfinu. Niðurstöður úr viðtölunum voru síðan kortlagðar og greindar. Hægt er að lesa skýrsluna hér: https://samtokin78.is/kynjasamthaetting-ut-fyrir-kynjatvihyggjuna/ 

 

Dagskrá: 

*Birta Ósk kynnir skýrsluna „Að vera kvár á Íslandi: Hvað felst í kynjajafnrétti fyrir kvár?“ sem hán vann í samstarfi við Kvenréttindafélag Íslands. 

*Birta B. Kjerúlf kynnir skýrsluna „Kynjasamþætting út fyrir kynjatvíhyggjuna. Staða og réttindi kvára og trans fólks innan stjórnkerfisins á Ísland“. 

*Pallborðsumræður: Birta Ósk, Birta B. Kjerúlf, Andrés Ingi Jónsson þingmaður og Mars Proppé kynsegin aktívisti og stjórnarmeðlimur Samtakanna ‘78 ræða stöðu trans fólks og kvára og hvernig hægt sé að bæta stöðu þeirra. 

*Rut Einarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands stýrir umræðum.