Fimmtudaginn 4. ágúst stóð Kvenréttindafélag Íslands fyrir viðburðinum „Jafnrétti kynjanna – hvar passa kvár?“ í samstarfi við Hinsegin daga. Þar kynnti Birta Ósk, starfsnemi Kvenréttindafélagsins, rannsókn sína um stöðu kvára á Íslandi sem hún er að vinna með styrk frá Nýsköpunarsjóði Námsmanna. Einnig stóð hán fyrir vinnustofu þar sem þátttakendum bauðst að taka þátt í rannsókninni og koma sínum spurningum og pælingum til skila.
Frábær mæting var á viðburðinn, en yfir 60 þátttakendur tóku þátt og komu margar spurningar í lokin, sem sýndu einnig fram á mikilvægi umræðunnar um aukinn sýnileika kvára á Íslandi.
Fyrir þau sem ekki komust á viðburðinn, þá eru glærurnar aðgengilegar hér.
Birta Ósk fór í viðtal við Sumarlandið á Rás 1 á fimmtudagsmorguninn til að ræða stöðu kvára á Íslandi. Hægt er að hlusta á eða lesa viðtalið hér.