Verið velkomin á jólamorgunfund Kvennasögusafns Íslands og Kvenréttindafélags Íslands fimmtudaginn 5. desember, kl. 8:30-9:45. Kaffi, kleinur og kvennasaga í morgunsárið í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðunnar á 2. hæð.

Fjallað verður um kvennasöguna handan hins ritaða orðs, um myndmál kvennabaráttunnar á 20. öld og útvarpsdagskrá Kvenfélagasambands Íslands og Kvenréttindafélags Íslands um miðbik aldarinnar.

Ragnhildur Hólmgeirsdóttir frá Kvennasögusafni Íslands opnar fundinn.
Anna Dröfn Ágústsdóttir og Lóa Auðunsdóttir kynna rannsóknarverkefni sitt um myndmál kvennabaráttunnar.
Arnheiður Steinþórsdóttir kynnir lokaverkefni sitt í sagnfræði um dagskrá Kvenfélagasambands Íslands og Kvenréttindafélags Íslands í Ríkisútvarpinu 1945-1954.
Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands, ávarpar fundinn.

Boðið verður upp á kaffi, heitt súkkulaði með rjóma, kleinur og aðrar smálegar veitingar.

Aðrar fréttir