NOW – New Opportunities for Women er samevrópskt verkefni styrkt af Erasmus+ sem tengir konur á Íslandi, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Kýpur, Portúgal og Spáni.

NOW verkefnið stefnir að því að stuðla að breytingum með fræðslu. Konur af erlendum uppruna glíma við ýmsar áskoranir sem koma í veg fyrir framgang þeirra í samfélaginu. Samstarfsaðilar sem standa að NOW verkefninu, úr átta löndum í Evrópu, vinna nú að því að skapa námskeið til að þjálfa upp mentora, fyrir einstaklinga sem vilja styðja við konur af erlendum uppruna og kvenleiðtoga. Stuðningur við mentora er veittur í gegnum rafrænt námsefni sem er öllum aðgengilegt á veraldarvefnum, og er einnig boðið upp á þjálfun í hvernig best skal starfa sem mentor. Við vitum að jafningjafræðsla er jákvæð leið til að stuðla að sjálfbærum breytingum í samfélaginu.

Aðilar sem vinna að NOW – New Opportunities for Women hafa nú haldið námskeið fyrir mentora í öllum löndum sem að verkefninu stóðu. Fyrstu námskeiðin voru haldin í apríl 2021 og munu þau halda áfram næstu mánuðinu. Í lok námskeiðanna munu verkefnastjórar ræða málin og athuga hvaða breytingar skal gera á námskeiðinu til framtíðar og líta þá sérstaklega til athugasemda þeirra sem tóku námskeiðin.

Niðurstöður námskeiðsins verður deilt á samfélagsmiðlum og kynntar á lokafundi verkefnisins, sem verður í september á þessu ári. Hafið samband til að tryggja ykkur pláss á þeim fundi, eða fylgdu okkur á samfélagsmiðlum til að fylgjast með framgangi verkefnisins.

Hér er hvað konurnar sem hafa tekið námskeiðin hafa haft að segja:

„Ég hafði enga reynslu áður. Á námskeiðinu lærði ég hvernig ég gæti aðstoðað einhverjum án þess að taka ábyrgð á því að leysa vandamálin þeirra, bara hvernig ég gæti veitt þeim stuðning og aðstoð. Ég hef aukið þekkingu mína á því hvernig ég get verið góður mentor og hef aukna innsýn inn í stöðu kvenna af erlendum uppruna“  (NOW mentor)

„Ég fékk meira út úr þessu en ég hélt. Ég lærði hvernig ég gat sett SMART markmið og gert framkvæmdaráætlun til að ná markmiðum mínum. Ég treysti mér núna til að taka þátt í leiðtoganámskeiðinu sem verið er að bjóða upp á í vinnunni minni.“
(NOW nemandi)

„Það hefur veitt mér mikla gleði að sjá hvaða áhrif þetta námskeið hefur haft á þátttakendur. Þrátt fyrir COVID, geta konur enn komið saman og hjálpað hverri annarra!“ segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir verkefnastjóri á Íslandi.