Kvenréttindafélags Íslands hefur sent inn eftirfaran di umsögn um drög að reglugerð um Jafnréttisráð – samráðsvettvang um jafnrétti kynja. Forsætisráðuneytið, mál nr. 95/2021

23. apríl 2021
Hallveigarstaðir, Reykjavík

Kvenréttindafélag Íslands lýsir almennri ánægju með drög að reglugerð um Jafnréttisráð, nýjan samráðsvettvang stjórnvalda, femínísku hreyfingarinnar, samtaka launafólks og fræðasamfélagsins um jafnrétti kynjanna.

Samkvæmt reglugerðinni er hlutverk Jafnréttisráðs tvíþætt, að „vera ráðherra jafnréttis­mála til ráðgjafar við faglega stefnumótun í málum sem tengjast jafnrétti kynjanna“ og „standa fyrir markvissri umræðu um jafnrétti kynjanna þannig að stjórnvöldum sé á hverjum tíma ljóst hver þróun málaflokksins er, hver séu helstu nýmæli og hvort þörf sé sérstakra aðgerða á ákveðnum sviðum samfélagsins“ (2. grein).

Kvenréttindafélag Íslands lýsir þó yfir að hún hafi áhyggjur af því að Jafnréttisráð geti sinnt þessu síðara hlutverki sínu á fullnægjandi máta. Í 3. grein reglugerðarinnar er rætt um starfshætti Jafnréttisráðs, en þar kemur fram að stjórnvöld skulu boða til fundar Jafnréttisráðs minnst á einu sinni á ári og að með fundarboði skuli „fylgja dagskrá fundar samráðsvettvangs“. Svo virðist sem að ekki sé gert ráð að femíníska hreyfingin og aðrir þátttakendur utan stjórnvalda geti sett mál á dagskrá samráðsvettvangsins.

Kvenréttindafélag Íslands bendir á að ef um alvöru samráð sé að ræða, verði að tryggja að samráðsaðilar stjórnvalda geti sett mál á dagskrá Jafnréttisráðs. Við hvetjum til þess að allir þátttakendur á fundum Jafnréttisráðs hafi tillögurétt til að setja mál á dagskrá funda Jafnréttisráðs. Það væri mögulega hægt að útfæra sem svo að þegar auglýst er til skráningar til þátttöku á fund Jafnréttisráðs geti þau sem skrá sig á fundinn einnig lagt fram tillögu til að máli til að setja á dagskrá fundarins.