tea-partyVelkomin á Hallveigarstaði 19. júní!

Við höldum upp á kvenréttindadaginn þriðjudaginn 19. júní n.k. á Hallveigarstöðum kl. 17:30

 

 

Dagskrá:

  • Helga Guðrún Jónasdóttir, ávarp  formanns Kvenréttindafélags Íslands
  • Sigurlaug Viborg, ávarp forseta Kvenfélagasambands Íslands
  • Ragnhildur Jóhanns, frá Endemi, fjallar um konur í list
  • Fríða Rós Valdimarsdóttir greinir frá niðurstöðum rannsókna um íslenska vændiskaupendur
  • Steinunn Gyðu- Guðjónsdóttir kynnir Kristínarhús, athvarf fyrir konur sem hafa verið seldar mansali eða stundað vændi og vilja komast út úr því
  • Kristín Þóra Harðardóttir úthlutar styrkjum úr Menningar- og minningarsjóði kvenna

Kaffiveitingar og spjall

Kvennamessa í Laugardalnum kl. 20

Kvennakirkjan, Kvenréttindafélag Íslands og Kvenfélagasamband Íslands bjóða ykkur velkomin í kvennamessu við Þvottalaugarnar í Laugardalnum kl. 20 þann 19. júní.

Næsta guðþjónusta Kvennakirkjunnar verður við Þvottalaugarnar í Laugardal þriðjudaginn 19. júní klukkan 20. Séra Agnes M. Sigurðardóttir verðandi biskup predikar og kvenprestar taka þátt í messunni. Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng, Ásdís Þórðardóttir leikur á trompet og Kór Kvennakirkjunnar leiðir söng við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur.