Krfi_logo_vefur

Hallveigarstöðum, Reykjavík
24. október 2015

Í dag fögnum við því að 40 ár eru síðan konur gengu út af vinnustöðum sínum og mótmæltu stöðu sinni og kjörum. Í ár fögnum við því að 100 ár eru liðin síðan konur fengu sjálfsögð borgarleg réttindi, kosningarétt og kjörgengi. Í ár fögnum við því að 20 ár eru síðan 189 þjóðir heims samþykktu að starfa að kvenréttindum og bættum hag kvenna.

Ísland stendur efst á alþjóðlegum lista yfir frammistöðu ríkja á sviði jafnréttis kynja. Af hverju er það þá svo að launamunur kynjanna er enn landlægur hér á landi? Af hverju er ofbeldi gegn konum enn ekki tekið alvarlega af lögreglu eða í réttarkerfinu? Af hverju hafa konur ekki enn fullan yfirráðarétt yfir líkama sínum? Af hverju eru konur enn nánast ósýnilegar á æðstu stigum dómskerfisins og viðskiptalífsins? Þetta eru aðeins fáeinar þeirra spurninga sem kvenréttindakonur hljóta að spyrja sig í dag.

Við getum gert betur. Við eigum að gera betur.

Aðrar fréttir