Stjórn Kvenréttindafélags Íslands skorar á aðila vinnumarkaðarins að búa í haginn fyrir innleiðingu jafnlaunastaðals hjá fyrirtækjum og stofnunum með markvissu fræðslu- og hvatningarátaki. Verið er að leggja lokahönd á staðalinn hjá Staðlaráði Íslands og er gert ráð fyrir að þeirri vinnu verði lokið jafnvel næsta vor. Mikilvægt er að sá tími sem til stefnu er verði nýttur til kynningar á staðlinum.

Þá mælist stjórnin eindregið til þess að stjórnvöld stuðli að innleiðingu staðalsins með skattaívilnunum eða öðrum sambærilegum ávinningi til handa þeim fyrirtækjum og stofnunum sem taka hann upp. Með hliðsjón af stöðu efnahagsmála má heita ljóst að afstaða og aðgerðir stjórnvalda eru lykilatriði fyrir framkvæmd jafnlaunastaðalsins og um þann árangur sem ná má varanlega í baráttunni gegn því þjóðarböli sem kynbundinn launamunur er.

Hallveigarstöðum, 30. september 2011

Aðrar fréttir