Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars bjóða ASÍ, BHM, BSRB, Jafnréttisráð, Jafnréttisstofa, Kennarasamband Íslands og Kvenréttindafélag Íslands til hádegisverðarfundar 5. mars kl. 12–13. Yfirskrift fundarins er Baráttan heldur áfram! Kjarajafnrétti og ný jafnréttislög.

Dagskrá:

  • „Kerfislæg mismunun kynjanna – geta jafnréttislög rétt við kynbundið gildismat samfélagsins?“ Brynhildur Flóvenz, dósent við lagadeild HÍ.
  • „Skylda til launajafnréttis“ Dagný Ósk Aradóttir Pind, lögfræðingur BSRB.
  • „Kyn, völd, og verkó“ Drífa Snædal, forseti ASÍ.

Fundarstjóri er Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.

Tími: 5. mars kl. 12-13
Staður: Grand hótel – Hvammur

Aðgangur er ókeypis og fundargestir geta keypt súpu og brauð fyrir 2.800 kr. (vegan kostur í boði).