Kvenréttindafélag Íslands ásamt öðrum íslenskum kvennasamtökum standa á bak við málþingi á fundi Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í New York þriðjudaginn 10. mars næstkomandi.

Cool Feminism: Exploring Ideas from the North kynnir femínískan aktívisma hér á landi, og leggur sérstaka áherslu á mikilvægi þess að kenna femínisma og kynjafræði á öllum skólastigum, sérstaklega á þeim yngri. Einnig eru kynntar kröfur norrænu kvennahreyfingarinnar sem samþykktar voru á ráðstefnunni Nordiskt Forum í fyrra, júní 2014.

Allir eru velkomnir á málþingið og við hvetjum ykkur kvenréttindakonur og -karla sem búsett eru úti í New York að kíkja við. Þeir sem hafa ekki gildan passa til að heimsækja húsarkynni Sameinuðu þjóðanna, geta haft samband við íslensku sendinefndina (th@mfa.is) til að fá sérstakan aðgang að viðburðinum.

cool feminismA4_hi_web

Aðrar fréttir