Hefur þú áhuga á að starfa að femínískri nýsköpun í sumar?

Kvenréttindafélag Íslands leitar að nemanda á háskólastigi með skemmtilegar hugmyndir að femínísku verkefni eða rannsókn t.d. á sviði kynjafræði, stjórnmálafræði, sagnfræði eða félags- og mannvísinda, til að þróa áfram til umsóknar hjá Nýsköpunarsjóði námsmanna. 

Kvenréttindafélagið velur bestu hugmyndina (hugmyndirnar) og þróar áfram með nemanda til umsóknar hjá Nýsköpunarsjóði námsmanna 6. febrúar. Þau verkefni sem eru styrkt verða unnin næstkomandi sumar af háskólanemum sem áttu hugmyndirnar, í umsjón Kvenréttindafélagsins.

Sendið inn hugmynd að verkefni á postur@kvenrettindafelag.is fyrir 10. janúar næstkomandi, merkt sem “Hugmynd fyrir Nýsköpunarsjóð námsmanna 2023”. 

Endilega heyrið í Rut Einarsdóttur, framkvæmdastýru Kvenréttindafélagsins, í síma 866-7882 ef þið hafið einhverjar spurningar. 

Hægt er að sjá fyrri skýrslur sem unnar hafa verið í gegnum nýsköpunarsjóð í samstarfi við Kvenréttindafélagið hér að neðan: 

Aðrar fréttir