Velkomin að njóta tóna og tals í sal Kvenréttindafélagsins að Hallveigarstöðum, Túngötu 24, á Menningarnótt kl. 15.

huldukonurSagt er frá lífi og starfi fjögurra íslenskra kventónskálda og tónlist þeirra flutt. Tónskáldin eru Olufa Finsen, Guðmunda Nielsen, Ingunn Bjarnadóttur og María Brynjólfsdóttir. Þær hafa allar sett mark sitt á tónlistarsöguna en eru að mestu gleymdar og er full ástæða til að vekja athygli á verkum þeirra.

Dagskráin er meistaraverkefni Sigurlaugar Arnardóttur í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Hún mun flytja lög kvennanna ásamt systrunum Þóru Björk og Sólveigu Þórðardætrum. Hildur Björgvinsdóttir aðstoðar við upplestur texta. Þóra Björk útsetti lögin á skemmtilegan hátt fyrir gítar og selló.