gisw15_cover_smallKvenréttindafélag Íslands hefur skilað inn grein til alþjóðlega ritsins Global Information Society Watch. GISWatch kemur út árlega, og í þeim birtast greinar sem tengjast mannréttindum, lýðræði og veraldarvefnum.

Í ár var GISWatch helgað efninu „Kynfrelsi og internetið“. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skilaði inn grein fyrir hönd Kvenréttindafélagsins, og fjallaði grein hennar um samfélagsumræðuna vorið 2013 að takmarka aðgengi að klámi á netinu.

Lesið greinina „To ban or not to ban? Debating pornography in Iceland“ eftir Brynhildi hér.

Aðrar fréttir