Bjarkahlíð við Bústaðaveg. Mynd: Reykjavik.is

Bjarkahlíð við Bústaðaveg. Mynd: Reykjavik.is

Kvenréttindafélag Íslands fagnar því að sérstök þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis taki til starfa í Reykjavík á næstunni. Borgarstjórinn í Reykjavík, félagsmálaráðherra, innanríkisráðherra, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Stígamót, Kvennaathvarf og fleiri félagasamtök undirrituðu viljayfirlýsingu um stofnun miðstöðvarinnar þann 4. október sl. Stofnunin verður griðarstaður fyrir brotaþola ofbeldis, konur og karla.

Undanfarin ár hefur verið unnið að samstarfi lögreglunnar, annarra yfirvalda og félagasamtaka í heimilisofbeldismálum og hefur mikill árangur náðst með þessu samstarfi, að auka þjónustu við þolendur, skerpa boðlínur og auka þekkingu í málaflokknum. Nú er stigið næsta skref, að opna þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis, sama af hvaða tagi það er. Kvenréttindafélagið fagnar því að þetta skref sé tekið og hvetur jafnframt önnur sveitarfélög til að fara að fordæmi Reykjavíkurborgar og opna þolendamiðstöðvar.

Aðrar fréttir