Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands tók þátt í pallborðsumræðum á málþingi um stafrænt kynferðisofbeldi sem haldið var í Háskólanum í Reykjavík 18. janúar 2019. Málþingið var á vegum HR og stýrihóps um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðisofbeldi.

Fundarstjóri var Halla Gunnarsdóttir, formaður stýrihóps um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðisofbeldi og ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum og erindi fluttu María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur og doktorsnemi við Sussex háskóla í Bretlandi, Kolbrún Benediksdóttir varahéraðssaksóknari, Helgi Hrafn Gunnarsson, alþingismaður og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, Rannveig Sigurvinsdóttir lektor við sálfræðisvið HR og Brynhildur Björnsdóttir leikstjóri Myndarinnar af mér

Brynhildur tók þátt í pallborðsumræðum að loknum framsögnum og sagði þar frá rannsókn Kvenréttindafélagsins ásamt Kvinderådet í Danmörku og KUN í Noregi á upplifun þolenda stafræns ofbeldis af réttlæti.

Niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar í skýrslunni Online Violence Against Women in the Nordic Countries og eru höfundar hennar Ásta Jóhannsdóttir, Mari Helenedatter Aarbakke og Randi Theil Nielsen.

Einnig er hægt að hlaða niður í skýrslunni í útgáfu sem hentar vel til prents í skrifstofuprentaranum.

Aðrar fréttir