NOW – New Opportunities for Women er samevrópskt tengslanet styrkt af Erasmus+ sem tengir konur á Íslandi, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Kýpur, Portúgal og Spáni. Tengslanetið er hannað til að bjóða upp á ráðgjöf og þjálfun og til að valdefla konur af erlendum uppruna.

Verkefnið snýr ekki aðeins að konum heldur einnig að körlum og veitir þeim þekkingu og reynslu til að styrkja konur. Lykilatriði í verkefninu er að skoða leiðtogahlutverkið í sinni víðustu mynd. Við fáum innsýn inn í starf kvenleiðtoga, hvernig við byggjum upp sjálfsöryggi og ákveðni, hvernig við getum þróað hæfileika okkar í starfi og gripið tækifærin þegar þau gefast. Verkefnið snýst að því að skapa leiðtoga í daglegu lífi.

Lesið meira um verkefnið hér.

Verkefnið komið vel af stað

Sex mánuðir eru nú liðnir frá því að verkefnið hófst og við sem stöndum að því erum hæstánægð. NOW verkefnið var sett á laggirnar í október 2019 og síðan þá höfum við talað við fjölda kvenleiðtoga í löndunum átta, innflytjendakonur sem hafa markverðar sögur að segja.

Nú vinnum við hörðum höndum að því að hana rafrænt kennsluefni, svokallað MOOC (e. Massive Open Online Course), sem opið verður öllum. Hvert land í verkefninu hefur sérstaka innsýn inn í framkvæmd þess sem tryggir fjölbreytni sjónarhorna og gerir sýnilegan margbreytileika kvenna í Evrópu.

Samstarf á tímum COVID-19

Við glímum nú við heimsfaraldur og afleiðingarnar hafa verið sárar fyrir mörg okkar og erfiðar fyrir samevrópsk verkefni líkt og verkefnið okkar. Við sem tökum þátt í samstarfinu höfum stutt hvert annað dyggilega á þessum erfiðu tímum og við höfum einsett okkur að tryggja farsæla framkvæmd verkefnisins.

Í kjölfar þessa góða samstarfs hefur vinnsla verkefnisins haldið áfram og verkefnastjórar í þessum átta löndum hafa nýtt sér rafræna tækni til samskipta. Þetta hefur að vissu leyti aukið gæði verkefnisins, þar sem NOW – New Opportunities for Women snýst að því að þróa rafrænt fræðsluefni. Öll sú reynsla sem verkefnastjórar afla sér núna í þessum sérstöku kringumstæðum mun því koma til með að bæta lokaafurðina.

Aðrar fréttir