Byggjum brýr

NOW – New Opportunities for Women er samevrópskt tengslanet styrkt af Erasmus+ sem tengir konur á Íslandi, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Kýpur, Portúgal og Spáni. Tengslanetið er hannað til að bjóða upp á ráðgjöf og þjálfun og til að valdefla konur af erlendum uppruna.

Tengslanetið er skipulagt af Kvenréttindafélagi Íslands, Evolve Global Solutions Ltd í Bretlandi, ITG Conseil í Frakklandi, IASIS í Grikklandi, Future in Perspective á Írlandi, CSI Center for Social Innovation í Kýpur, Mindshift Talent Advisory Ida í Portúgal og Instituto para el Fomento del Desarrollo y la Formación á Spáni.

Verkefnið felst í:

  • Framleiðslu myndbanda þar sem konur sem eru leiðtogar í sínu starfi deila reynslu sinni til þjálfunar og innblásturs.
  • Hönnun á rafrænu námskeiði sem boðið verður upp á í opnum aðgangi á veraldarvefnum; og uppsetningu gagnabanka með góðum hugmyndum sem konur geta nýtt sér til fræðslu og til að auka þekkingu sína á leiðtogahæfni, sem og til að tengjast öðrum konum af erlendum uppruna, kvenleiðtogum og þjálfurum.
  • Þróun sérhannaðrar þjálfunarnámskrár til að þjálfa framtíðarráðgjafa til að aðstoða og styrkja konur af erlendum uppruna í stöðu sinni og efla framgang þeirra á vinnumarkaði sem og í öðrum sviðum samfélagsins.
  • Framkvæmd tilrauna á rafrænu námskeiði og þjálfunarnámskrár.
  • Upplýsingagjöf til samstarfsaðila, aðila vinnumarkaðarins, sérfræðinga, fólks í áhrifastöðum og stefnumótandi stöðum sem og annarra hagsmunaðila, með dreifingu á upplýsingarefni og aðstoð við að nýta upplýsingarefni NOW, þ.á.m. með skipulagningu námskeiðs í september 2021.

Eftir að verkefninu lýkur hafa samtökin sem taka þátt í NOW einsett sér að viðhalda upplýsingabankanum þar sem safnað er saman upplýsingarefni og góðum hugmyndum, til að bjóða upp á áframhaldandi þjálfun, ekki aðeins til kvenna af erlendum uppruna heldur til allra kvenna sem hafa áhuga á að efla stöðu sína á vinnumarkaði