Alþjóðlega skopmyndasýningin „Oddhvassir blýantar“, um kvenréttindi og málfrelsi, verður til sýnis á lýðræðishátíðinni Lýsu í ár, 6. og 7. september 2019 í Hofi Akureyri! Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir.

Sýningin Oddhvassir blýantar var gerð í kjölfar #MeToo byltingarinnar af frönsku samtökunum Le Crayon sem upphaflega voru stofnuð til að vernda og myndlýsa málfrelsi, í samstarfi við France-Cartoons – samtök franskra skopmyndateiknara og alþjóðlegu teiknimyndahátíðina L’Estaque.

Höfundar skopmyndanna eru teiknarar sem starfa út um allan heim, sumir hverjir í löndum þar sem list þeirra leggur frelsi þeirra að veði. Í Gerðubergi má finna myndir frá listamönnum frá Bandaríkjunum, Bangladess, Barein, Belgíu, Bretlandi, Búrkína Fasó, Egyptalandi, Frakklandi, Gabon, Hollandi, Indlandi, Íran, Ísrael, Kanada, Kína, Kólumbíu, Kúbu, Mexíkó, Níkaragva, Sviss, Sýrlandi, Tyrklandi og Úsbekistan.

Á sýningunni velta skopmyndahöfundar fyrir sér stöðu kvenna, kvenréttindum og #MeToo, hver með sínum hætti. Myndirnar á sýningunni eru allt í senn bráðfyndnar, fallegar, skelfilegar, óborganlegar og hræðilegar. Myndirnar eru vitnisburður um að penninn er máttugri en sverðið.

Að sýningunni standa Kvenréttindafélag Íslands og franska sendiráðið.