femínísksúperstjarna

Núna á laugardaginn fögnum við því að 40 ár eru liðin frá því að íslenskar konur lögðu niður störf og gengu fylktu liði niður Laugarveginn til að mótmæla kynbundnum launamun.

Að þessu tilefni langar okkur í Kvenréttindafélaginu að bjóða ykkur (og femínistum öllum) til ærlegrar veislu, að Hallveigarstöðum, laugardaginn 24. október milli kl. 20 og 00.

Og þar sem stutt er í hrekkjavöku, þá hvetjum við ykkur að mæta í búningi. Þema kvöldsins er „femínískar súperstjörnur“ og verðlaun verða veitt í lok kvöldsins fyrir besta búninginn!

Óáfengir drykkir eru í boði hússins, en við hvetjum ykkur öll til að koma með mun göróttari drykki. Skálum saman fyrir fortíð, samtíð og femínískri framtíð!

Aðrar fréttir