Amal Jadou. Mynd: TWCEDU/Flickr

Amal Jadou. Mynd: TWCEDU/Flickr

Velkomin á fund með dr. Amal A. Jadou frá Betlehem um stöðu kvenna í Palestínu, í Iðnó fimmtudaginn 17. desember kl. 17:30.

Á fundinum fjallar Amal meðal annars um ástandið á Vesturbakkanum og Austur-Jerúsalem, um áherslumál Palestínu á alþjóðavettvangi og stöðu kvenna og jafnréttismál heima fyrir.

Amal Jadou er doktor  í sáttamiðlun frá lagadeild Harvard háskólans og starfar nú sem yfirmaður Evrópudeildar palestínska utanríkisráðuneytisins í Ramallah. Amal hefur í störfum sínum fyrir utanríkisráðuneytið beitt sér fyrir réttindum kvenna, pólitískra fanga, flóttamanna og barna. Hún hefur tekið þátt í friðarviðræðum fyrir hönd PLO og var eina konan í sendinefnd Palestínumanna á Annapolis ráðstefnunni.

Að fundinum standa Félagið Ísland-Palestína ásamt Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, Kvenréttindafélagi Íslands og Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna (MFÍK).